Dansæfingar fyrir þorrablót
Hið árlega þorrablót 10. bekkjar verður haldið föstudaginn 19. janúar næstkomandi, á sjálfan bóndadaginn. Eins og allir vita er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn fyrir gömlu dansana á slíkum samkomum. Árgangurinn leggur nú allt kapp á dansfimi sína og standa nú yfir stífar dansæfingar, undir styrkri stjórn Sigurrósar Evu Friðþjófsdóttur, danskennara.
Hér má nálgast stutt myndband af dansæfingum í morgun og eins og sjá má eru krakkarnir orðnir virkilega fótafimir.
Deila