VALMYND ×

Fréttir

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

1 af 2

Ísafjarðarbær hefur sett fram sameiginleg viðbrögð fyrir alla skóla sveitarfélagsins, varðandi ófullnægjandi skólasókn nemenda (sbr. meðfylgjandi myndir).  Í þessum sameiginlegu viðbrögðum eru engar breytingar í GÍ varðandi fjarvistir nemenda en það sem er nýtt er að nú eru komin viðbrögð við leyfum og veikindum.  Betur verður farið yfir þetta á haustfundum í skólabyrjun og er birt hér til kynningar.

Óskilamunir

1 af 2

Safnast hefur upp mikið magn af óskilamunum hér í skólanum. Við hvetjum nemendur og forráðamenn til að kíkja við hjá okkur í anddyrið Sundhallarmegin, á milli kl. 8:00 og 16:00 fyrir lok næstu viku.

Skólaslit

Í kvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 144. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Jóhanna Barðadóttir og Stefán Freyr Jónsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og þau Júlíana Lind Jóhannsdóttir og Sveinbjörn Orri Heimisson fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9. bekk: 

8. bekkur - Anna Marý Jónasdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Halla María Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Í vetur luku 4 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er sjötta árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein, undir stjórn Guðbjörns Páls Sölvasonar, en margra ára hefð er fyrir henni við Grunnskólann á Ísafirði.  Nemendur sem luku prófi eru þeir Daði Rafn Ómarsson, Gylfi Hallvarðsson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson og Sveinbjörn Orri Heimisson.

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Guðlaug Rós Jóhannsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Jelena Rós Valsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimilisfræði hlaut Sædís Mjöll Steinþórsdóttir.

 

Crossfit Ísafjörður gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Sigurður Bjarni Kristinsson og Sædís Mjöll Steinþórsdóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Jelena Rós Valsdóttir þau verðlaun.

Tungumálaver Reykjavíkurborgar veitti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í pólsku. Þá viðurkenningu hlaut Robert Michal Palkowski.

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði hlaut Jelena Rós Valsdóttir.

Viðurkenningu fyrir leiðtogahæfni og góða færni í leiklist bæði á æfingum og sýningum hlaut Signý Stefánsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Helena Haraldsdóttir.

Sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu skólans hlutu þeir Daði Rafn Ómarsson og Sveinbjörn Orri Heimisson. Þeir félagar hafa verið framúrskarandi í störfum sínum í tækniráði skólans auk þess sem þeir hafa aðstoðað við íþróttahátíðir og sundkennslu í 1. bekk.

Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.  Þá viðurkenningu hlutu þær Guðlaug Rós Jóhannsdóttir og Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir.

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2003 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Verðlaun í Hreyfiviku UMFÍ

6.bekkur ásamt Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, Ríkharði B. Snorrasyni og Guðnýju S. Stefánsdóttur
6.bekkur ásamt Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, Ríkharði B. Snorrasyni og Guðnýju S. Stefánsdóttur

Í morgun kom Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, færandi hendi í 6. bekk. Þar afhenti hún bekknum verðlaun fyrir þátttöku í Hreyfiviku UMFÍ, en skólinn fékk flesta með sér til virkni í því verkefni. Verðlaunin voru kr. 100.000 og tók 6. bekkur við þeim, þar sem sá árgangur var í fararbroddi í verkefninu undir styrkri stjórn Guðnýjar S. Stefánsdóttur og Ríkharðs B. Snorrasonar, umsjónarkennara árgangsins.

Krakkarnir hafa nokkrar hugmyndir að nýtingu þessara peninga, en að sjálfsögðu verður þeim varið til kaupa á einhverju sem hvetur til hreyfingar og heilbrigðis.

Síðasti kennsludagur skólaársins

Í dag var síðasti kennsludagur skólaársins. Á morgun er starfsdagur og á föstudaginn eru skólaslit. Þann dag mæta nemendur 1. bekkjar í foreldraviðtöl, 2. - 7. bekkur mætir kl. 10:00 til sinna umsjónarkennara en 8. - 10. bekkur mætir í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 á formleg skólaslit þar sem þeir fá vitnisburði skólaársins afhenta.

8.bekkur á heimleið

8. bekkur er nú kl. 15:30 staddur á Þingeyri á heimleið.

Seinkun hjá 8. bekk

Seinkun verður á heimkomu 8. bekkjar úr Arnarfirði vegna bilunar í rútu rétt innan við Hrafnseyri. Von er á viðgerðarmanni frá Ísafirði á vettvang. Við munum setja inn frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Hreyfivika UMFÍ

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. 

Grunnskólinn á Ísafirði er þátttakandi í þessu verkefni og í morgun fór 6. bekkur út í Stjórnsýsluhús og hljóp 100 ferðir samtals upp og niður tröppurnar ásamt starfsfólki hússins. Við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna með okkur og alla hvatninguna.

Íþróttadagur hjá 5. - 10. bekk

Á morgun er íþróttadagur hjá nemendum 5. - 10. bekkjar. Nemendur mæta í skólann kl. 8:00 samkvæmt venju og fara héðan inn á Torfnes fyrir kl. 9:00 þegar dagskrá hefst þar, en 8. bekkur ætlar þó að mæta á Torfnes og hjálpa til við undirbúning. Áætlað er að dagskrá ljúki þar á milli kl. 11:30 og 12:00 og geta nemendur þá komið í mötuneytið áður en heim er haldið, en engin kennsla er eftir hádegið hjá þessum hóp. 10. bekkur hefur val um það að taka þátt í íþróttunum eða að vera hér í skólanum og undirbúa sig fyrir próf.
Ekki verður auka strætó um hádegið, en við hvetjum nemendur sem búa fjær skólanum til að koma á reiðhjólum.

10. bekkur á heimleið

Nú er 10. bekkur á heimleið og er áætluð koma til Ísafjarðar á milli kl. 16:00 og 17:00.