Djákninn á Myrká
Í morgun var 3. - 5. bekk boðið upp á tónverkið Djákninn á Myrká eftir Huga Guðmundsson, en verkið hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um barnaverk á Norrænum Músíkdögum í Finnlandi árið 2013. Tónlistarhópurinn Djákninn flutti verkið, en hópinn skipa þeir Sverrir Guðjónsson sögumaður, Pétur Jónasson gítarleikari, Haukur Gröndal klarinettleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Tónverkið er á vegum verkefnisins List fyrir alla, sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Stefnt er að því að yfir tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.
Deila