VALMYND ×

Átak um bætt samskipti

Nú er að fara af stað átak um bætt samskipti, hegðun og framkomu í 1.-3. bekk. Við viljum byggja upp jákvæð samskipti með það að markmiði að bæta skólabraginn og þá menningu sem er í hópnum. Undirbúningshópur starfsmanna skóla, Frístundar, Dægradvalar og fulltrúa foreldra hefur verið að störfum og leggur til að allir foreldrar, ásamt starfsfólki hittist á umræðufundi þann 25. nóvember  kl. 17:00 í sal skólans. 10. bekkur mun bjóða upp á barnapössun (endurgjaldslaust) í dansstofunni á meðan fundinum stendur, fyrir þá sem það vilja. Það er mjög mikilvægt að sem flestir mæti því með samstilltu átaki getum við bætt skólabraginn.

Deila