VALMYND ×

Nemendaþing

Frá nemendaþingi haustið 2017 þegar fjallað var um samskiptamiðla
Frá nemendaþingi haustið 2017 þegar fjallað var um samskiptamiðla

Á degi gegn einelti, þann 8. nóvember munu nemendur í 6.-10. bekk sækja nemendaþing hér í skólanum undir yfirskriftinni samskipti. Nemendur vinna í hópum og er hver hópur með hópstjóra sem hefur fengið tilsögn í því hlutverki ásamt fundarstjórn. Þingið fer fram í miðlotunni þ.e. á milli kl. 9:40 og 11:00.

Við bjóðum foreldrum að koma kl. 11:15 og hlusta á kynningar á niðurstöðum þingsins og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma.

Þetta er fjórða nemendaþingið sem við höldum, en áður höfum við fjallað um hlutverk, jafnrétti og samskiptamiðla.

Deila