VALMYND ×

Umræðufundur

1 af 2

Í gær fór fram umræðufundur starfsfólks skóla, Frístundar, Dægradvalar og foreldra nemenda í 1. - 3. bekk, varðandi bætt samskipti. Markmið fundarins var að bæta skólabraginn og þá menningu sem er í hópnum.

Mjög góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar og góðar umræður. Við munum nú taka saman allar þær góðu hugmyndir sem settar voru niður og kalla til undirbúningshópinn sem stofnaður var, til að vinna frekar úr þeim.

Við viljum enn og aftur þakka foreldrum sérstaklega fyrir góð viðbrögð við þessu ákalli okkar, því án þeirra fáum við litlu áorkað.

Deila