Rakel María Björnsdóttir, Ásrós Helga Guðmundsdóttir og Þórður Gunnar Hafþórsson
Níu nemendur lásu upp sögubrot og ljóð
Björk Einisdóttir, formaður dómnefndar
Dómararnir Ólafur Örn Ólafsson, Ingvar Örn Ákason og Pétur Markan
Í kvöld var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum. Upplesarar voru níu að þessu sinni, frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskóla Bolungarvíkur. Skáld keppninnar í ár eru rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson og ljóðskáldið Guðfinna Þorsteinsdóttir, sem tók sér skáldanafnið Erla. Lesarar lásu fyrst brot úr sögunni ,,Ertu Guð, afi?" eftir Þorgrím og völdu sér svo ljóð eftir Erlu til flutnings. Í þriðju umferð voru svo lesin ljóð að eigin vali.
Sigurlína Jónasdóttir á skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar stjórnaði hátíðinni, en Svanhildur Helgadóttir, sigurvegari frá því í fyrra, kynnti skáld keppninnar. Á milli atriða lék Gísli Steinn Njálsson á gítar og Ásdís Halla Guðmundsdóttir á píanó, auk þess sem skólalúðrasveit Tónlistarskólans lék tvö lög.
Úrslit kvöldsins urðu þau að Ásrós Helga Guðmundsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri sigraði. Í 2. sæti varð Rakel María Björnsdóttir úr G.Í. og í því 3. varð Þórður Gunnar Hafþórsson úr G.Í. Dómarar þetta árið voru þau Björk Einisdóttir, Ingvar Örn Ákason, Ólafur Örn Ólafsson og Pétur Markan.
Við óskum nemendum öllum innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu.
Fleiri myndir frá lokahátíðinni eru hér.