VALMYND ×

Sumarfrí

Við viljum benda á að innkaupalisti fyrir haustið 2014 er kominn hér inn á heimasíðuna og hvetjum við alla til að nýta námsgögn frá fyrra ári. Sú nýbreytni verður í haust að skólinn sér nemendum fyrir öllum stíla- og reiknisbókum, þannig að óvenju lítið er á innkaupalistum heimila.

Skólasetning verður 22. ágúst n.k. en allar upplýsingar varðandi næsta skólaár má finna á skóladagatalinu hér vinstra megin á síðunni.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir skólaárið sem nú er að líða.

Deila