Leikjadagur
Í dag var leikjadagur hjá yngsta stigi skólans. Fjölbreyttar leikjastöðvar voru í boði, t.d. ævintýraland í íþróttahúsinu, bingóleikur í blómagarðinum og leikurinn ,,hundur og kjötbein" hjá Hótel Ísafirði.
Í lokin var svo boðið upp andlitsmálun á Silfurtorgi og einnig var hægt að henda blautum svömpum í spjald, blása sápukúkur, kríta, sippa og kasta hringjum í mark.
Sjöundi bekkur hitti verðandi 1. bekkinga á leikskólanum Eyrarsól, en þessir tveir árgangar verða svokallaðir vinabekkir næstu þrjú árin í G.Í. Krakkarnir fóru upp á tún hjá Gamla sjúkrahúsinu og brugðu á leik saman og áttu skemmtilega samverustund.
Deila