VALMYND ×

Fréttir

Breyttar útivistarreglur

Frá og með 1. september taka við nýjar útivistarreglur fyrir börn. 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20 og 13-16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22 og miðast aldur við fæðingarár.

Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma, en útivistarreglur þessar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreindra tímamarka nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af þessum reglum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Mjög mikilvægt er að foreldrar séu samtaka um að virða þessar reglur.

7. bekkur á heimleið frá Reykjum

7. bekkur er nú á heimleið úr skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði og er von á rútunni á milli kl. 18:00 og 18:30.

9. bekkur gengur á Kistufell

Í morgun hélt 9. bekkur af stað í sína fjallgöngu í blíðskaparveðri. Farið var frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal klukkan 8:00 og gengið þaðan upp á Kistufellið. Áætluð heimkoma er um hádegisbilið.

Fjallganga 8. bekkjar

8. bekkur fer í sína haustferð á morgun,  miðvikudaginn 27. ágúst og verður farið yfir Fellshálsinn. Hópurinn hittist hjá aðalstöðvum Vegagerðarinnar í Dagverðardal kl. 8:00 og gengur þaðan eftir veginum upp á heiði, fer síðan yfir hálsinn og kemur niður Engidalinn. Gert er ráð fyrir að gangan taki 4 - 5 klukkustundir. 

 

Haustferð 10. bekkjar

Næstu daga og vikur munu allir árgangar skólans fara í sínar árlegu haustferðir. Á morgun sigla 10. bekkingar norður á Hesteyri kl. 8.30 og verður líklega gengið yfir í Miðvík og þaðan aftur til baka á Hesteyri. Gist verður í tjöldum en einnig hefur hópurinn læknishúsið til afnota ef á þarf að halda. Áætluð heimkoma er kl. 12.30  á miðvikudag.

Skólabúðir hjá 7. bekk

Á morgun, mánudaginn 25. ágúst, leggur 7. bekkur af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Hópurinn dvelur þar fram á föstudag við leik og störf. Við óskum þeim góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar.

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Ísafirði er 22. ágúst í sal skólans:

 

Kl. 9:00    8. 9. og 10. bekkur

kl. 10:00   5. 6. og 7. bekkur

kl. 11:00   2. 3. og 4. bekkur

 

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl við umsjónarkennara ásamt foreldrum þennan dag.

Sumarfrí

Við viljum benda á að innkaupalisti fyrir haustið 2014 er kominn hér inn á heimasíðuna og hvetjum við alla til að nýta námsgögn frá fyrra ári. Sú nýbreytni verður í haust að skólinn sér nemendum fyrir öllum stíla- og reiknisbókum, þannig að óvenju lítið er á innkaupalistum heimila.

Skólasetning verður 22. ágúst n.k. en allar upplýsingar varðandi næsta skólaár má finna á skóladagatalinu hér vinstra megin á síðunni.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir skólaárið sem nú er að líða.

Skólaslit

1 af 4

Í gær fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Hekla Hallgrímsdóttir og Hákon Ernir Hrafnsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Haukur Jörundur Hálfdánarson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á tónlistaratriði, þar sem Hilmar Adam Jóhannsson og Veturliði Snær Gylfason léku einleik á píanó. Auk þess lék miðsveit lúðrarsveitar Tónlistaskóla Ísafjarðar undir stjórn Madis Maeekalle.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Guðrún Ósk Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

Pétur Ernir Svavarsson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

9. bekkur:

Guðný Birna Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Hekla Hallgrímsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

Í vetur luku 15 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar.  Skólinn samdi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein. Þeir nemendur sem luku prófi eru: Aðalbjörn Jóhannsson, Baldur Björnsson, Eggert Karvel Haraldsson, Einar Óli Guðmundsson, Friðrik Þórir Hjaltason, Gísli Jörgen Gíslason, Halldór Ágúst Hlynsson, Ívar Orri Guðmundsson, Julo Thor Rafnsson, Magnús Ingi Traustason, Sigrún Lísa Torfadóttir, Sigþór Hilmarsson Lyngmo, Suwat Chaemram, Telma Rut Sigurðardóttir og Vilmar Ben Hallgrímsson.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Særún Thelma Veigarsdóttir Olsen hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Ingunn Rós Kristjánsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði og ensku.

Fróði Benjamín Þrastarson hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði.

Veturliði Snær Gylfason hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði, ensku, náttúrufræði og dönsku, ásamt hæstu meðaleinkunn í 10. bekk vorið 2014.

Dagur Benediktsson hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt.

Hafdís Haraldsdóttir hlaut viðurkenningur frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í textílmennt.

Fróði Benjamín Þrastarson hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.

Hulda Pálmadóttir hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, metnað og iðni í heimilsfræði.

Særún Thelma Veigarsdóttir hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í stafrænni smiðju sem kölluð er Fab-lab.

Dagur Benediktsson og Aldís Huld Höskuldsdóttirn hlutu viðurkenningar frá Stúdíó Dan fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum.

Helga Þórdís Björnsdóttir hlaut viðurkenningu Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning var veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1998 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Skólaslit

Á morgun, miðvikudaginn 4. júní er starfsdagur kennara og engin kennsla.

Fimmtudaginn 5. júní mæta nemendur 1. bekkjar ásamt foreldrum í viðtöl hjá sínum umsjónarkennurum á þeim tíma sem úthlutað hefur verið. Sama dag kl. 10:00 mæta nemendur 2. - 7. bekkjar í sínar bekkjarstofur og taka við vitnisburðum skólaársins.

Skólaslit verða í Ísafjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20:00. Þar munu nemendur unglingastigs taka við sínum vitnisburðum og 10. bekkur verður formlega kvaddur.