Alþjóðlegi bangsadagurinn
Mánudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn og ætla krakkarnir í 1. bekk að halda hann hátíðlegan og eflaust fleiri. Bók vikunnar í byrjendalæsinu er Paddington í skemmtiferð og verður hún lesin á skólabókasafninu og aðrar bangsabækur skoðaðar. Svo ætla allir sem vilja að mæta með bangsann sinn í skólann, þannig að það er von á óvenju mörgum í skólann á mánudaginn.
Deila