VALMYND ×

Allir lesa

Landsleikurinn ALLIR LESA hefst í fyrsta sinn 17. október og lýkur á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að þessum skemmtilega leik og um að gera að hvetja nemendur sem og aðra til að taka þátt. Leikurinn gengur út á að þátttakendur skrá þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur.

Skráning liða á www.allirlesa.is hófst þann 10. október þegar vefurinn var formlega opnaður. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Deila