Í gær fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Hekla Hallgrímsdóttir og Hákon Ernir Hrafnsson.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Haukur Jörundur Hálfdánarson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á tónlistaratriði, þar sem Hilmar Adam Jóhannsson og Veturliði Snær Gylfason léku einleik á píanó. Auk þess lék miðsveit lúðrarsveitar Tónlistaskóla Ísafjarðar undir stjórn Madis Maeekalle.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur.
8. bekkur:
Guðrún Ósk Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
Pétur Ernir Svavarsson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.
9. bekkur:
Guðný Birna Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
Hekla Hallgrímsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.
Í vetur luku 15 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Skólinn samdi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein. Þeir nemendur sem luku prófi eru: Aðalbjörn Jóhannsson, Baldur Björnsson, Eggert Karvel Haraldsson, Einar Óli Guðmundsson, Friðrik Þórir Hjaltason, Gísli Jörgen Gíslason, Halldór Ágúst Hlynsson, Ívar Orri Guðmundsson, Julo Thor Rafnsson, Magnús Ingi Traustason, Sigrún Lísa Torfadóttir, Sigþór Hilmarsson Lyngmo, Suwat Chaemram, Telma Rut Sigurðardóttir og Vilmar Ben Hallgrímsson.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:
Særún Thelma Veigarsdóttir Olsen hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
Ingunn Rós Kristjánsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði og ensku.
Fróði Benjamín Þrastarson hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði.
Veturliði Snær Gylfason hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði, ensku, náttúrufræði og dönsku, ásamt hæstu meðaleinkunn í 10. bekk vorið 2014.
Dagur Benediktsson hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt.
Hafdís Haraldsdóttir hlaut viðurkenningur frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í textílmennt.
Fróði Benjamín Þrastarson hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.
Hulda Pálmadóttir hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, metnað og iðni í heimilsfræði.
Særún Thelma Veigarsdóttir hlaut viðurkenningu frá Kvenfélaginu Hlíf fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í stafrænni smiðju sem kölluð er Fab-lab.
Dagur Benediktsson og Aldís Huld Höskuldsdóttirn hlutu viðurkenningar frá Stúdíó Dan fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum.
Helga Þórdís Björnsdóttir hlaut viðurkenningu Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning var veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.
Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1998 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.