VALMYND ×

Fréttir

Öll ólík, öll eins

Grunnskólinn á Ísafirði tók á síðasta ári þátt í Comeniusarverkefni sem bar yfirskriftina „All different, all the same, Europe‘s Children.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við fjögur önnur lönd í Evrópu, þ.e. Rúmeníu, Portúgal, Pólland og Kýpur. Það var 10. bekkur sem vann að þessu í fyrra en þetta er tveggja ára verkefni og nú hefur það komið í hlut 8. bekkjar að taka við keflinu. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að auka víðsýni og umburðarlyndi og eyða fordómum.

Fjallgöngum að ljúka

5. bekkur gekk upp með Buná, upp að gönguskíðaskála.
5. bekkur gekk upp með Buná, upp að gönguskíðaskála.

Nú fer fjallgöngum að ljúka hjá öllum árgöngum skólans, en í morgun gengu fjórir árgangar út í náttúruna í blíðskaparveðri. Fyrsti bekkur gekk upp í Stórurð fyrir ofan Urðarveg, 2. bekkur fór á Hafrafellsháls, 4. bekkur upp í Naustahvilft og 5. bekkur upp með Buná í Tunguskógi. Það mátti því víða sjá káta krakka á ferli í morgun og verða þeir eflaust endurnærðir eftir góða útiveru.

Umgengni lýsir innri manni

Í sumar hefur húsnæði skólans verið endurbætt á einn og annan hátt og mikils um vert að ganga vel um þessa sameign okkar bæjarbúa. Það er virkilega gaman að sjá hversu vel nemendur ganga um þessa fyrstu skóladaga, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og vonum við svo sannarlega að það haldist í vetur.

Nýtt nemendaráð

Nemendaráð fyrir skólaárið 2014-2015 er nú tekið til starfa. Formaður er Pétur Ernir Svavarsson og varaformaður Hekla Hallgrímsdóttir.

Aðrir í nemendaráði eru þau Andri Fannar Sóleyjarson, Hilda María Sigurðardóttir og Linda Marín Kristjánsdóttir úr 10. bekk, Birta Rós Þrastardóttir, Ína Guðrún Gísladóttir, Bergsteinn Snær Bjarkason og Bjarni Pétur Marel Jónasson úr 9. bekk og Hanna Þórey Björnsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Jakob Daníelsson og Kristófer Kristjánsson úr 8. bekk.

Lúsin mætt

Nú er rétt vika liðin af skólastarfinu og lúsin mætt á svæðið í nokkrum árgöngum. Skólahjúkrunarfræðingur hefur sent bréf heim til viðkomandi árganga og biðjum við alla að bregðast fljótt og örugglega við til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Breyttar útivistarreglur

Frá og með 1. september taka við nýjar útivistarreglur fyrir börn. 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20 og 13-16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22 og miðast aldur við fæðingarár.

Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma, en útivistarreglur þessar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreindra tímamarka nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af þessum reglum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Mjög mikilvægt er að foreldrar séu samtaka um að virða þessar reglur.

7. bekkur á heimleið frá Reykjum

7. bekkur er nú á heimleið úr skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði og er von á rútunni á milli kl. 18:00 og 18:30.

9. bekkur gengur á Kistufell

Í morgun hélt 9. bekkur af stað í sína fjallgöngu í blíðskaparveðri. Farið var frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal klukkan 8:00 og gengið þaðan upp á Kistufellið. Áætluð heimkoma er um hádegisbilið.

Fjallganga 8. bekkjar

8. bekkur fer í sína haustferð á morgun,  miðvikudaginn 27. ágúst og verður farið yfir Fellshálsinn. Hópurinn hittist hjá aðalstöðvum Vegagerðarinnar í Dagverðardal kl. 8:00 og gengur þaðan eftir veginum upp á heiði, fer síðan yfir hálsinn og kemur niður Engidalinn. Gert er ráð fyrir að gangan taki 4 - 5 klukkustundir.