Kiwanismenn gefa 1. bekkingum hjálma
Undanfarin ár hafa Kiwanishreyfingin og Eimskip gefið nemendum 1. bekkjar hjálma til notkunar á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt. Góð samvinna við grunnskóla landsins hefur skipt miklu og er markmiðið að stuðla að bættu öryggi barna í umferðinni, allir fái sinn hjálm og enginn verði útundan.
Það voru glaðir nemendur í 1. bekk G.Í. sem tóku við þessari rausnarlegu gjöf frá Kiwanisklúbbnum Básum í dag og vonum við að allir verði duglegir að nota hjálmana.