VALMYND ×

Norræna skólahlaupið

Í morgun tóku nemendur skólans þátt í Norræna skólahlaupinu, en það hefur verið haldið allt frá árinu 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nemendur G.Í. létu ekki sitt eftir liggja í morgun. Hlaupið var frá Bæjarbrekku og fóru yngstu nemendurnir inn að Engi, miðstigið hljóp inn að Seljalandi og unglingarnir inn að Golfskálanum í Tungudal og til baka.  

Deila