VALMYND ×

Fréttir

Fjallgöngur

1 af 3

Í allmörg ár hefur sú skemmtilega hefð verið hér í skólanum að allir árgangar gangi á fjöll á haustin. Göngurnar eru misjafnlega krefjandi, en miðaðar að aldri og þreki nemenda. Þessa dagana standa þessar göngur yfir og í dag eru fimm árgangar í fjallgöngum, eða helmingur skólans.

Við útskrift úr 10. bekk fá nemendur svo blað með yfirliti yfir allar sínar fjallgöngur í gegnum árin, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.

Það eru forréttindi að búa í þessari nánd við náttúruna þar sem hægt er að njóta hennar frá fjöru til fjalls með lítilli fyrirhöfn. 

Leiðbeiningar vegna Mentors

Í upphafi skólaárs viljum við benda notendum á hagnýt kennslumyndbönd til aðstoðar við aðgang að Mentor.

Mentor er nýttur til að auka upplýsingaflæði til heimila.  Þið getið skráð ykkur inn á vefinn með lykilorði og fáið þá aðgang að svæði þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um ykkar börn. Hægt er að sjá meðal annars stundaskrá, heimavinnu, ástundun, fréttir og fleira.  Ef þið lendið í vandræðum vinsamlega snúið ykkur til skólans.

Almennar upplýsingar um umhverfi nemenda og foreldra: https://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

Hvernig þið gerið upplýsingar um ykkur sýnilegar öðrum foreldrum:  https://www.youtube.com/watch?v=bjao4FXrOxM

Hvernig þið nálgist nýtt lykilorð að Mentor:  https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M

Hvernig þið getið aðstoðað nemendur að nálgast lykilorð að Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=Tlkwh74Tfr8

Foreldraviðtöl hjá 7. bekk

Nú er 7. bekkur kominn heim eftir góða viku í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Á mánudaginn verða foreldraviðtöl hjá árgangnum, sem byggja á þeim markmiðum sem nemendur setja sér fyrir komandi skólaár.

Kennsla hefst svo hjá þeim samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn.

Djúpið opnar eftir sumarfrí

Nú er starfið hafið í félagsmiðstöðinni Djúpinu, fyrir 8.-10. bekk.  Opnunartími er sem hér segir.

Alla virka daga frá 12:30-16:00
mánudags- og miðvikudagskvöld frá 19:30-22:00
föstudagskvöld frá 19:30-23:00
Það verður strætó í vetur og hefjast ferðir í dag, föstudaginn 26 ágúst.

Umsjónarmaður Djúpsins í vetur er Eva María Einarsdóttir.

Uppskerutíð

1 af 3

Undanfarin ár hafa nemendur G.Í. sett niður kartöflur og fræ að vori og vitjað uppskerunnar að hausti. Í vor var heldur betur bætt í þessa vinnu. Að undirlagi garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar voru keyptar litlar plöntur og komið fyrir í beðum og kössum í nágrenni skólans. Nemendur í 1. og 3. bekk riðu á vaðið ásamt Guðlaugu Jónsdóttur heimilisfræðikennara, þegar þeir fóru og tóku upp hluta grænmetisins, skáru niður og færðu starfsfólki mötuneytisins. Grænmetið var sett í salatbarinn og vakti mikla lukku enda varla hægt að finna ferskara og nýrra hráefni. Þetta verkefni mun án efa efla umhverfisvitund nemenda og ekki síður hafa jákvæð áhrif á neysluvenjur þeirra. 

Haustferð 10. bekkjar

Hesteyri (www.hesteyri.is)
Hesteyri (www.hesteyri.is)

Í dag fer 10. bekkur í sína árlegu haustferð norður í Jökulfirði. Siglt verður að Hesteyri og gengið þaðan að Sléttu undir leiðsögn Njáls Gíslasonar og er búist við að gangan taki um 4 - 5 klukkustundir. Farangurinn verður settur í land á Sléttu þar sem gist verður í tjöldum. Áætluð heimkoma er um kl. 13:00 á föstudag. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að veðrið leiki við þau líkt og undanfarna daga.

Fjallgöngu frestað

9. bekkur hefur frestað fjallgöngu sem átti að vera í dag, til betri tíma.

Líf og fjör í skólabúðum

7. bekkur er þessa viku í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir láta vel af sér, enda nóg við að vera frá morgni til kvölds. Heimavistarstemningin þjappar hópnum saman, auk þess sem nemendur kynnast öðrum krökkum frá Bolungarvík, Flateyri, Akureyri og Vopnafirði, sem einnig dvelja í skólabúðunum þessa viku.

Hópurinn er væntanlegur heim seinni part föstudags.