Kennarar ganga út?
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hyggjast grunnskólakennarar ganga út úr skólum miðvikudaginn 30. nóvember kl. 12:30 hafi ekki náðst að semja. Kennarar í Grunnskólanum á Ísafirði hyggjast einnig gera það. Verði ekki búið að semja fyrir hádegi á morgun mun því öll kennsla í skólanum falla niður frá kl. 12:30. Nemendur í 5.-10.bekk fara heim þá en nemendum í 1.-4. bekk býðst að vera undir eftirliti í skólanum til kl. 13:40, þar til dægradvölin hefst.
Deila