VALMYND ×

Vinabekkir hittast

1 af 3

Síðastliðinn föstudag bauð 8. bekkur vinabekk sínum, 1. bekk, í heimsókn. Mikið var spilað, spjallað og leikið og buðu foreldrar upp á heilmiklar kræsingar þannig að úr varð hin fínasta veisla. Boðið tókst í alla staði mjög vel og vonandi var þetta bara fyrsta af mörgum samverustundum vinabekkjanna tveggja.

Fleiri myndir frá samverustundinni má finna á heimasíðu 1. bekkjar og 8. bekkjar.