Gjöf frá Kvenfélaginu Hlíf
Í dag komu fulltrúar frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði, færandi hendi í skólann. Félagið gaf skólanum tvær saumavélar, tvær overlock saumavélar og fjóra handþeytara, til kennslu í textílmennt og heimilisfræði. Með gjöfinni vill félagið þakka hlýhug og velvild í sinn garð í gegnum tíðina og efla verkgreinakennslu í skólanum.
Við þökkum Kvenfélaginu Hlíf kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir og stuðning í gegnum árin.
Deila