VALMYND ×

Úrslit í Pangeu

Úrslit í stærðfræðikeppni Pangeu verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 11. maí og stendur dagskráin yfir frá kl. 11:30 til 15:30. 

Pangea stærðfræðikeppni er fyrir alla nemendur 8. og 9. bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Þrír nemendur frá GÍ komust áfram í gegnum fyrstu tvær umferðirnar og alla leið í úrslit. Það voru þau Kristín Eik Sveinbjörnsdóttir og Jökull Örn Þorvarðarson úr 8.bekk, og Hálfdán Ingólfur Hálfdánsson úr 9.bekk. Við óskum þeim góðs gengis.

 

Deila