VALMYND ×

Sumarlestur

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur eykur orðaforða, eflir lesskilning og er góð lestrarfærni undirstaða ævináms og þess að geta aflað sér upplýsinga.

Við hvetjum foreldra og forsjáraðila til þess að kynna sér Lestrarstefnu Ísafjarðarbæjar og viðhalda lestri barna sinna í sumar með því að ýta undir yndislestur, þannig að börnin fái sem best notið lestursins. Mikið er til af allskyns góðum hugmyndum á Netinu til að hvetja til lesturs eins og t.d. hér. Einnig er Bókasafnið á Ísafirði með sitt árlega lestrarátak sem sérstaklega er ætlað 6-12 ára börnum og lýkur með uppskeruhátíð. Nánari upplýsingar má nálgast hér

Við setjum okkur það markmið hér í skólanum að vera á landsmeðaltali í lestri. Því miður hefur það ekki náðst í vetur, en með góðu átaki í sumar og haust ætti árangur að nást. Æfingin skapar meistarinn í lestri jafnt og öðru og fátt betra en að njóta lestrar í sumarfríinu. Gleðilegt lestrarsumar - bæði börn og fullorðnir!

 

Deila