VALMYND ×

Menningarmót

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi, efndu Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins ,,Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið". Hugmyndin var að hvetja börn til að miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi á sjónrænan hátt s.s. fólk, landslag, menning, listir og áhugamál, og koma því svo til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir kom í heimsókn til okkar í apríl og leiddi verkefnið á miðstigi. Markmiðið var að koma til móts við þá kafla aðalnámskrár grunnskóla sem fjalla um menningarfærni og næmi og virkni í samfélaginu. Þá hefur framtakið inngildingu og þátttöku í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Grunnskólinn á Ísafirði er nú kominn á kortið og hægt að smella á það hér.

 

Deila