VALMYND ×

Jólakaffihús

Nemendur í heimilisfræðivali á unglingastigi eru önnum kafnir þessa dagana, en óneitanlega setur aðventan sterkan svip á verkefnavalið á þessum árstíma. Í vikunni var skólaeldhúsinu breytt í lítið jólakaffihús þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af smákökum, heitt súkkulaði með rjóma og kaffi. Starfsfólk skólans og fjölskyldur nemenda voru svo lánsöm að fá að þiggja þessar ljúffengu veitingar í notalegu andrúmslofti og umhverfi, en nemendur skiptust á að veita þeim skemmtilegan félagsskap og góða þjónustu.
Það eru þær stöllur Guðlaug Jónsdóttir og Salome Elín Ingólfsdóttir sem stýra nemendum styrkum höndum í gegnum allt þetta ferli af sinni alkunnu snilld.

Deila