VALMYND ×

Heimsókn í Arnarfjörð

8. bekkur er búinn að vera að læra um 19. öldina og sjálfstæði Íslendinga núna á vordögum og lauk þeirri yfirferð með heimsókn á Hrafnseyri þar sem Ingi Björn Guðnason tók vel á móti hópnum og fræddi nemendur frekar um Jón Sigurðsson. Þegar í Arnarfjörðinn var komið var ekki hægt að láta Dynjanda framhjá sér fara og skokkuðu nemendur léttfættir upp að þessum fagra fossi og stolti Vestfjarða.

Í morgun tók svo 7.bekkur á móti verðandi vinabekk sínum á Tanga, þ.e. verðandi 1.bekk, en þessir tveir árgangar verða vinabekkir næstu þrjú árin. Nemendur kynntust í gegnum leik á skólalóðinni og nutu samverunnar.

Deila