VALMYND ×

Yfirlýsing gegn einelti

1 af 2

Í dag var skrifað undir yfirlýsingu til að vinna gegn einelti hvar sem það birtist. Öllum bæjarbúum var boðið að koma og skrifa undir með okkur í skólanum og þátttakan var mjög góð. Hingað komu foreldrar, ömmur og afar og fólk af hinum ýmsu vinnustöðum sem hefur engin sérstök tengsl við skólann.

Yfirlýsingin hangir nú uppi í nýja anddyrinu.