VALMYND ×

Tónlist fyrir alla

Tríóið PAPAPA, þau Jón Svavar Jósepsson, Hrönn Þráinsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir
Tríóið PAPAPA, þau Jón Svavar Jósepsson, Hrönn Þráinsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir

Í dag hélt tríóið PA-PA-PA þrenna tónleika í Hömrum fyrir nemendur G.Í., á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Tríóið er skipað söngvurunum Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Jóni Svavari Jósepssyni baritón ásamt píanóleikaranum Hrönn Þráinsdóttur. Í þessu verkefni býður tríóið upp á skemmtilega dagskrá til þess að kynna klassíska söngtónlist fyrir börnum landsins. Hér koma við sögu ýmis furðudýr eins og skrímsli, kurteisir kjúklingar og kettir sem skreppa til London, að ótöldum skötuhjúunum góðu, þeim Papageno og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts.

Nemendur G.Í. skemmtu sér vel á tónleikunum og þakka flytjendum skemmtilegan flutning.