VALMYND ×

Þemadögum lokið

Nú er þemadögum undir yfirskriftinni Saman í liði - allir á iði, lokið. Í lok dagsins söfnuðust allir nemendur og starfsfólk skólans saman í nýja anddyrinu og sungu nokkur lög, þar á meðal nýjan skólasöng. Einnig var Stóra upplestrarkeppnin sett formlega í tilefni dags íslenskrar tungu.

Í lok dagsins var svo öllum boðið upp á súpu og brauð, sem nemendur og starfsfólk matreiddi.

Sjá má fjölda mynda og myndbönd frá þemadögunum hér vinstra megin á síðunni, sem fjölmiðlahópurinn sá um.