VALMYND ×

Teiknimyndasýning

Á sumardaginn fyrsta sem var 24. apríl s.l., var sett upp skemmtileg bókmenntavaka í Edinborgarhúsinu fyrir börn og fullorðna, undir yfirskriftinni Börn og bækur. Þetta árið var áherslan á teiknimyndasögur.

Nemendur úr 3., 5. og 6. bekk G.Í.  og Grunnskóla Bolungarvíkur sýndu teiknimyndir sínar á bókmenntavökunni og nú hafa myndirnir verið settar upp til sýningar í anddyri G.Í. við Aðalstræti.

Við hvetjum alla til að líta við á þessa skemmtilegu sýningu.