VALMYND ×

Súpa dagsins

Súpugerðarmeistarar dagsins f.v. Jóhanna, Birna, Tekla, Bjarni Pétur, Guðrún og Karolina.
Súpugerðarmeistarar dagsins f.v. Jóhanna, Birna, Tekla, Bjarni Pétur, Guðrún og Karolina.

Í dag fékk heimilisfræðivalið það verkefni að laga súpu án uppskriftar. Nemendur máttu velja úr ákveðnu hráefni og fengu rúma klukkustund til þess að elda súpu, finna nafn á hana og framreiða síðan einn disk fyrir dómara til smökkunar. Þetta tókst ljómandi vel en keppt var um útlit og bragð. Upphaflega átti verkefnið ekki að snúast um keppni en krakkarnir höfðu mikinn áhuga á þvi þannig að hóað var í sex starfsmenn skólans til að dæma súpurnar góðu. Súpan Heitt mix þótti best, en hinar tvær voru hnífjafnar að stigum.

Þátttakendum þótti þetta fyrirkomulag hið skemmtilegasta og verður það örugglega endurtekið við tækifæri.