VALMYND ×

Sunnan stormur í kortunum

Nú er gul viðvörun í gangi fyrir morgundaginn, þar sem gert er ráð fyrir sunnan 18-23 m/s með vindhviðum allt að 35-40 m/s. Slíkur vindur er varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind og hvetjum við alla til að sýna aðgát í fyrramálið og fylgjast með tilkynningum hjá Strætisvögnum Ísafjarðar og Facebook síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum.