VALMYND ×

Skólastarf hafið

Í morgun lifnaði heldur betur yfir skólanum þegar tæplega 400 nemendur mættu til skólasetningar fullir eftirvæntingar.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun og viljum við minna á að leikfimin verður kennd úti í góða veðrinu til 1. október og mötuneytið opnar eftir helgi. Matseðlar fyrir fyrstu 10 vikurnar eru komnir inn á síðu mötuneytisins hér vinstra megin.