VALMYND ×

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar

Lesararnir 6 sem valdir voru til þátttöku á lokahátíð upplestrarkeppninnar
Lesararnir 6 sem valdir voru til þátttöku á lokahátíð upplestrarkeppninnar
1 af 3

Í morgun var skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal skólans. 13 nemendur úr 7. bekk lásu sögubrot og ljóð fyrir dómara. Sex nemendur voru valdir áfram til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar, sem haldin verður á næstu vikum. Þeir nemendur eru: Davíð Hjaltason, Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson, Rebekka Skarphéðinsdóttir og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir. Til vara verður Dagný Björg Snorradóttir.

Dómarar voru þær Herdís Hübner, Margrét Halldórsdóttir og Sigurlína Jónasdóttir og á meðan þær réðu ráðum sínum, var boðið upp á tónlistaratriði nokkurra 7. bekkinga.

Við óskum öllum 7. bekk til hamingju með góðan árangur í upplestrarkeppninni í vetur og vonum að okkar lesarar standi sig vel á lokahátíðinni, sem haldin verður föstudaginn 13. mars kl. 20:00 í Hömrum.