VALMYND ×

Skáld í skólum

Í morgun bauð Höfundamiðstöð Rithöfundasambands Íslands upp á bókmenntadagskrána Skáld í skólum, þar sem höfundar heimsækja skóla til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.

Höfundateymið Kjartan Yngvi Björnsson, furðusagnahöfundur og bókmenntafræðingur og Snæbjörn Brynjarsson, leiklistarmaður, blaðamaður og furðusagnahöfundur, spjölluðu við 8. - 10. bekk um furðusögur, hvernig eitt agnarsmátt hugmyndafræ getur blómstrað og orðið að heilum sagnaskógi og hvernig maður uppgötvar nýja veröld. Þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn upplýstu nemendur um hvernig höfundar endurnýta hugmyndir og stef úr mannkynssögunni, bókmenntum, þjóðsögum og goðsögum og setja í nýjan búning þegar þeir skapa sína eigin heima. Þeir félagar hafa á undanförnum árum sent frá sér fjórar skáldsögur í bókaröðinni Þriggja heima saga, sú nýjasta, Draugsól, kom út í maí og er sú fimmta í vinnslu.