VALMYND ×

Samræmd könnunarpróf

Í morgun lauk samræmdu könnunarprófi í stærðfræði hjá 4. bekk, en íslenskuprófið var í gær. Fyrirlögnin gekk eins og best verður á kosið og er sömu sögu að segja af 7. bekk, sem þreytti prófin í síðustu viku.

Nemendur stóðu sig vel í þessum prófum og erum við viss um að allir hafi gert sitt besta. Við munum svo eiga von á niðurstöðum í lok október.