VALMYND ×

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Grunnskólinn á Ísafirði stefnir á þátttöku í nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2016. Öllum nemendum í 5. - 7. bekk býðst að taka þátt í keppninni. Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu keppninnar  eða hjá Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur, myndmenntakennara. Við hvetjum alla nemendur til að leggja höfuðið í bleyti, vanda vinnubrögðin og taka þátt.

Skilafrestur umsókna er 11. apríl 2016 og er Ólöf Dómhildur til ráðgjafar fyrir áhugasama.