VALMYND ×

Nemendaþing

Frá þjálfun hópstjóra
Frá þjálfun hópstjóra

Á morgun fer fram þriðja nemendaþingið sem skólinn heldur. Haustið 2013 fór fram skólaþing, þar sem nemendur voru þátttakendur annars vegar og foreldrar hins vegar. Niðurstöður þinganna voru svo nýttar við skólanámskrárvinnu. Í febrúar 2016 var svo haldið jafnréttisþing sem fjallaði um það hvað nemendur, starfsfólk og foreldrar gætu gert til að auka jafnrétti í skólanum, heima og jafnvel víðar.

Á morgun verða samfélagsmiðlarnir teknir fyrir og verða þátttakendur úr 7. - 10. bekk G.Í. og einnig koma nemendur frá Grunnskólanum á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri. Valdir hafa verið hópstjórar sem hafa hlotið kennslu í þeim efnum og munu þeir stýra umræðum um samfélagsmiðla almennt, kosti þeirra og ókosti.