VALMYND ×

Mikolaj með píanótónleika

Mikolaj Ólafur Frach (Mynd: T.Í.)
Mikolaj Ólafur Frach (Mynd: T.Í.)

Í dag hélt Mikolaj Ólafur Frach, 13 ára nemandi í 8. bekk G.Í., píanótónleika í Hömrum á Ísafirði. Húsfyllir var á tónleikunum og voru gestir hugfangnir af þessum unga píanósnillingi, sem spilaði verk eftir Schumann, Bach, Tchaikovsky, Moszkowski, Chopin og Beethoven.

Við eigum örugglega eftir að heyra mikið meira frá þessum unga píanóleikara í framtíðinni og óskum honum alls hins besta í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.