VALMYND ×

Kynning á læsissáttmála Heimilis og skóla

Á morgun, miðvikudaginn 7. september,  mun starfsfólk Heimilis og skóla kynna nýjan læsissáttmála samtakanna fyrir foreldrum og skólafólki. Kynningin hefst kl. 20:00 hér í skólanum og eru allir hvattir til að mæta.

Markmiðið með sáttmálanum er að hann verði notaður reglulega um land allt sem liður í að efla læsi barna á Íslandi og einnig að hann stuðli að því að styrkja samstarf heimila og skóla í landinu.