VALMYND ×

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Hin árlega íþróttahátíð í Bolungarvík verður haldin á morgun, föstudaginn 27. október og er 8. - 10. bekk boðið til keppni. Hátíðin verður sett kl.10 og ef allt gengur að óskum verður keppni lokið um kl. 18:40. Hátíðinni lýkur svo með balli kl.22:00 og er miðaverð þar kr. 1.500.
Rúta fer frá Holtahverfi kl. 9:30, eftir Seljalandsvegi og út í bæ og tekur upp nemendur á sínum stoppistöðvum. Önnur rúta fer frá skólanum kl. 9:30, tekur upp nemendur í króknum og í Hnífsdal.
Rúta fer frá Bolungarvík heim aftur kl. 19:00 og önnur að loknu balli kl. 22:15. Starfsmenn frá skólanum verða á svæðinu allan tímann og treystum við því að allir mæti með góða skapið og eigi góðan dag.