VALMYND ×

Ítalskur matseðill

1 af 3

Góða veðrið hefur heldur betur verið vel nýtt hjá okkur undanfarna daga. Í fyrradag var ítalskur matseðill hjá nemendum 6.bekkjar í heimilisfræði hjá Guðlaugu Jónsdóttur og elduðu þeir ítalska grænmetissúpu og bökuðu brauðstangir með. 

Það var ekki amalegt að njóta matarins utan dyra í blíðviðrinu og var sannkölluð Miðjarðarhafsstemning!