VALMYND ×

Hreyfivika

Frá og með deginum í dag og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í gangi og taka HSV og Ísafjarðarbær þátt að venju. Frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar, farið er í gönguferðir og fjallgöngur, sjósund, kajak, jóga og ýmislegt fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt og auka hreyfingu þessa viku. Nemendur G.Í. létu ekki sitt eftir liggja í dag, þegar þeir söfnuðust saman úti í porti, héldu boltum á lofti og léku sér með svifdiska (frisbí).