VALMYND ×

Hópefli og sjálfstyrking

Elísabet Lorange
Elísabet Lorange

Þessa viku er Elísabet Lorange í heimsókn hjá okkur. Hún er sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur, en frá árinu 2006 hefur hún starfað á einkastofu ásamt því að þjónusta Foreldahús/Vímulaus æska, Ljósið, Líknardeild LSH, menntastofnanir, barnaverndanefndir og fleira.

Elísabet mun aðallega hitta nemendur 4. - 7. bekkjar og leggur hún áherslu á hópefli og sjálfstyrkingu. Hún býður einnig foreldrum nemenda í 4. - 7. bekk upp á fund í dansstofu skólans n.k. fimmtudag kl. 17:00 - 18:00 (gengið inn frá Aðalstræti).