VALMYND ×

Heimsókn til Varsjár

Nú í lok skólaársins lögðu 15 starfsmenn skólans upp í ferðalag til Varsjár til að heimsækja þar nokkra skóla en heimsóknirnar hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Hópurinn lagði af stað miðvikudaginn 7. júní og kom til baka sunnudagskvöldið 11. júní. Heimsóttir voru fjórir skólar í borginni, sem allir hafa nokkra sérstöðu, hver á sinn hátt. Í þeim fyrsta fer kennsla fram bæði á ensku og pólsku og þar eru nemendur allt upp í 18 ára, svo verður farið í tvo svokallaða Montessori-skóla, einn fyrir yngri börn og annan fyrir miðstig en síðasti skólinn hefur sérhæft sig í útikennslu. Í öllum skólunum ræddu Ísfirðingarnir við kennara og nemendur, skoðuðu húsnæði og aðstöðu og tóku þátt í skólastarfinu.

Það er alltaf áhugavert og lærdómsríkt að kynnast skólastarfi annars staðar, ekki síst í öðrum löndum. Það er þó sérstaklega áhugavert fyrir okkur að kynnast pólskum skólum og skólastarfi þegar það er haft í huga að u.þ.b. 10% nemenda okkar eru af pólsku bergi brotin. Því er einstaklega spennandi að fá svolitla innsýn inn í þær aðstæður sem svo margir nemendur okkar og fjölskyldur þeirra koma úr.