VALMYND ×

Gul viðvörun

Það er ekkert lát á viðvörunum vegna óveðurs og er nú gul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði á morgun. Spáin gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri og fara að öllu með gát nú sem endranær. Talhólfsnúmer Strætisvagna Ísafjarðarbæjar er 878-1012,  þar sem fram kemur hvort og þá hvaða ferðir falla niður. Foreldrar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með  á heimasíðu almannavarna.