VALMYND ×

Grýla og hyski hennar heimsótt

1 af 2

Þessa dagana er nemendum G.Í. boðið upp á jólasýningu á Gamla sjúkrahúsinu - Safnahúsinu. Að þessu sinni er fjallað um jólavætti, Grýlu og hyski hennar ásamt jólakettinum, auk þess sem álfar eru á vappi. 

Nemendur 5. bekkjar drifu sig í morgun og urðu ekki sviknir, þar sem þeir gengu inn í fjallasal með alls kyns kynjaverum. Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur, fræddi krakkana um sögu hinna ýmsu jólavætta og hlustuðu þeir af athygli.