VALMYND ×

Gísli Súrsson í heimsókn

Elfar Logi Hannesson leikari heimsótti 10. bekk í gær í gervi Gísla Súrssonar og sýndi leikrit sitt  og Jóns Stefáns Kristjánssonar um útlagann mikla en nemendur hafa einmitt verið að lesa sögu hans síðustu vikurnar. Elfar Logi bregður sér raunar í allra kvikinda líki og nýtir alls konar leikhústöfra til að galdra fram ótal persónur og ólíka staði og koma þessari miklu sögu sem er bæði löng og flókin, til skila á einfaldan og skýran hátt á 50 mínútum.  Krakkarnir gerðu góðan róm að sýningunni og höfðu sum þeirra á orði að nú loksins skildu þau þessa sögu almennilega! 

Svo er ætlunin að fylgja Gísla eftir í vor og heimsækja heimaslóðir hans í Haukadal í Dýrafirði þegar snjóa leysir. /HMH