VALMYND ×

Fyrirlestur um tölvufíkn

Menntaskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn á Ísafirði og foreldrafélög beggja skólanna bjóða foreldrum og forráðamönnum á fyrirlestur Þorsteins Kristjáns Jóhannssonar um tölvufíkn, þriðjudagskvöldið 5. apríl n.k. Þorsteinn er kennari og hefur sjálfur glímt við tölvufíkn. Hann heldur úti vefsíðunni www.tolvufikn.is en síðan er hönnuð til að hjálpa foreldrum barna í tölvuuppeldi, aðstoða tölvufíkla til að takast á við fíknina og fræða almennt um tölvufíkn. Á fyrirlestrinum er farið lauslega yfir helstu einkenni tölvufíknar og skoðað hverjir eru líklegir til þess að þróað með sér slíka fíkn. Einnig er farið í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra. Nemendur MÍ og nemendur á unglingastigi GÍ munu daginn eftir fara á fyrirlestur með Þorsteini. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir.