VALMYND ×

Fyrirlestur ljósa- og sviðsmyndahönnuðar

1 af 2

Ein af valgreinunum hjá unglingastiginu í vetur sem og undanfarin ár nefnist tækniráð. Í tækniráði læra nemendur helstu þætti ljósa- og hljóðvinnu og stýra þeim þáttum þegar settar eru upp leiksýningar og árshátíðarsýningar hér í skólanum, undir styrkri stjórn Evu Friðþjófsdóttur. 

Í síðustu viku fékk tækniráðið góða heimsókn þegar Friðþjófur Þorsteinsson kom og hélt fyrirlestur fyrir nemendur um lýsingu. Hann er ljósa- og sviðsmyndahönnuður og ráðgjafi við hönnun og endurbætur sviðslistahúsa. Nemendur nutu aldeilis góðs af þessari heimsókn og þökkum við Friðþjófi kærlega fyrir að gefa sér tíma til að heimsækja okkur.