VALMYND ×

Fundur um foreldrasamstarf

Undanfarin misseri hefur skólanámskrá G.Í. verið í vinnslu og er hún nú komin á heimasíðu skólans, að undanskildum kaflanum um foreldrasamstarf. Þeim kafla er ólokið og því boðum við foreldra á fund, miðvikudaginn 26. október kl. 17:00 (í dansstofunni) til að fara yfir hann. Síðasta vetur var sérstakt teymi kennara að skoða foreldrasamstarfið og er það búið að gera uppkast/tillögur að samstarfinu og nú óskum við eftir hugmyndum foreldra.